Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 12:22 Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira