Greiðslur til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu stóraukist síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 07:19 Ráðherra segir ríkið hafa takmarkaða möguleika til að setja þak á arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. Vísir/Vilhelm Greiðslur ríkisins til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu jukust úr 2,2 milljörðum króna árið 2014 í 10,8 milljarða króna árið 2021. Sóltún, Læknisfræðileg myndgreining, Heilsugæslan Höfða, Læknavaktin og Heimilislæknastöðin fengu hæstu upphæðirnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira