„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 16:05 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Hún var alltaf eins og klettur á bak við mann sinn sem tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru á hæstu fjöllum heimsins. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins. John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins.
John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira