Ólétt WNBA stjarna segir félagið sitt hafa kúgað sig, spilað með sig og logið að sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 11:30 Dearica Hamby brosandi í leik með Las Vegas Aces liðinu á síðasta tímabili. Gettu/Chris Coduto WNBA meistarar Las Vegas Aces skiptu á dögunum körfuboltakonunni Dearicu Hamby til Los Angeles Sparks en eftir skiptin þá sagði hún frá því hvernig félagið kom illa fram við hana. Leikmannasamtökin eru komin með málið inn á sitt borð eftir kvartanir Hamby. Hún segir ljóta sögu af því hvernig var komið fram við hana eftir að hún sagði frá óléttu sinni. WNBA star Dearica Hamby claims the Aces "bullied" and "manipulated" her after the team learned she was pregnant. https://t.co/iAzyeKngam— CBS News (@CBSNews) January 24, 2023 Hin 29 ára gamla Hamby sagði Aces hafi ráðist gegn karakter hennar og vinnusiðfræði. „Að vera skipt á milli liða er hluti af faginu en það er ekki hluti af faginu þegar það er logið að þér, þú kúguð, spilað með þig og þú verður fyrir mismunun,“ skrifaði Dearica Hamby. Hamby skrifaði undir tveggja ára samning við Las Vegas liðið í júní. Hún sagði í samfélagsmiðlafærslu sinni að forráðamenn Aces hafi haldið því fram að hún hafi vitað að hún væri ófrísk þegar hún skrifaði undir. „Það er rangt. Mér var sagt að ég væri spurningarmerki og að ég hafi sagt að ég yrði ófrísk aftur og það væri uppi efasemdir um hollustu mína við liðið,“ skrifaði Hamby. Dearica Hamby took to Instagram to address her trade to the Los Angeles Sparks, calling the treatment she received from the Aces "unprofessional."More: https://t.co/PXlV7tCWs0 pic.twitter.com/Wm4lYEDCn0— espnW (@espnW) January 22, 2023 Hamby sagði einnig frá efasemdum hjá forráðamönnum Aces um að hún yrði klár til að spila á tímabilinu en hún ætlar sér að spila á tímabilinu eftir að hún eignast barnið. „Ég faldi ekki neitt fyrir neinum í félaginu en samt sem áður fékk ég að launum fyrir hreinskilni mína, fálæti, vanvirðingu og skeytingarleysi frá þeim sem stjórna félaginu. Ég hef alltaf sett þetta félag í fyrsta sæti síðan á fyrsta degi og ég hafði verið þarna löngu áður en einhver af þeim birtist,“ skrifaði Hamby. Las Vegas Aces varð meistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili og var Hamby einn af aðalleikmönnum liðsins með 9,3 stig og 7,1 frákast að meðaltali í deildarkeppninni. Dearica Hamby's resume as a member of the Aces: -WNBA Champion-2x WNBA s Sixth Woman of the Year-2x WNBA All-Star-And of course, the "Hamby Heave": pic.twitter.com/jgOnqovpFV— Kevaney Martin (@KevaneyMartin) January 21, 2023 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Leikmannasamtökin eru komin með málið inn á sitt borð eftir kvartanir Hamby. Hún segir ljóta sögu af því hvernig var komið fram við hana eftir að hún sagði frá óléttu sinni. WNBA star Dearica Hamby claims the Aces "bullied" and "manipulated" her after the team learned she was pregnant. https://t.co/iAzyeKngam— CBS News (@CBSNews) January 24, 2023 Hin 29 ára gamla Hamby sagði Aces hafi ráðist gegn karakter hennar og vinnusiðfræði. „Að vera skipt á milli liða er hluti af faginu en það er ekki hluti af faginu þegar það er logið að þér, þú kúguð, spilað með þig og þú verður fyrir mismunun,“ skrifaði Dearica Hamby. Hamby skrifaði undir tveggja ára samning við Las Vegas liðið í júní. Hún sagði í samfélagsmiðlafærslu sinni að forráðamenn Aces hafi haldið því fram að hún hafi vitað að hún væri ófrísk þegar hún skrifaði undir. „Það er rangt. Mér var sagt að ég væri spurningarmerki og að ég hafi sagt að ég yrði ófrísk aftur og það væri uppi efasemdir um hollustu mína við liðið,“ skrifaði Hamby. Dearica Hamby took to Instagram to address her trade to the Los Angeles Sparks, calling the treatment she received from the Aces "unprofessional."More: https://t.co/PXlV7tCWs0 pic.twitter.com/Wm4lYEDCn0— espnW (@espnW) January 22, 2023 Hamby sagði einnig frá efasemdum hjá forráðamönnum Aces um að hún yrði klár til að spila á tímabilinu en hún ætlar sér að spila á tímabilinu eftir að hún eignast barnið. „Ég faldi ekki neitt fyrir neinum í félaginu en samt sem áður fékk ég að launum fyrir hreinskilni mína, fálæti, vanvirðingu og skeytingarleysi frá þeim sem stjórna félaginu. Ég hef alltaf sett þetta félag í fyrsta sæti síðan á fyrsta degi og ég hafði verið þarna löngu áður en einhver af þeim birtist,“ skrifaði Hamby. Las Vegas Aces varð meistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili og var Hamby einn af aðalleikmönnum liðsins með 9,3 stig og 7,1 frákast að meðaltali í deildarkeppninni. Dearica Hamby's resume as a member of the Aces: -WNBA Champion-2x WNBA s Sixth Woman of the Year-2x WNBA All-Star-And of course, the "Hamby Heave": pic.twitter.com/jgOnqovpFV— Kevaney Martin (@KevaneyMartin) January 21, 2023
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira