Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 13:50 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira