Von Héðinn Unnsteinsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Héðinn Unnsteinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun