Körfubolti

LeBron James bara 223 stigum frá stigametinu eftir stórleik í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James hefur spilað frábærlega með Los Angeles Lakers að undanförnu og nálgast óðum stigametið.
LeBron James hefur spilað frábærlega með Los Angeles Lakers að undanförnu og nálgast óðum stigametið. AP/Craig Mitchelldyer

LeBron James skoraði 37 stig í endurkomusigri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Lakers vann þá Portland Trail Blazers 121–112 eftir að hafa verið 27 stigum undir.

Þetta þýðir að LeBron nálgaðist enn frekar stigamet Kareem Abdul-Jabbar sem skoraði 38.387 stig á sínum NBA-ferli.

James, sem hélt upp á 38 ára afmælið sitt á dögunum, hitti úr 14 af 24 skotum í leiknum og var einnig með 11 fráköst og 4 stoðsendingar á félaga sína.

James er með 29,6 stig að meðaltali í leik á þessu tímabili og er því bara tæplega átta leikjum frá því að slá stigamet Abdul-Jabbar. Hann er frekar að skora meira en minna þegar líður á tímabilinu og hefur skorað 35 stig í leik síðan hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt.

Eftir stigin 37 í nótt vantar hann 223 stig til að slá metið.

NBA-deildin býst jafnvel við því að James náði metinu fyrir Stjörnuleikshátíðina og hún yrði þá notuð sérstaklega til að heiðra hann fyrir afrekið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×