Íslensku strákarnir sendu sænska liðstjórann hlaupandi á hótelið í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Treyjur sænsku leikmannanna stóðust ekki álagið í leik þeirra á móti Íslandi á HM í handbolta. AP/Bjorn Larsson Rosvall Íslensku strákarnir voru ekki til mikilla vandræða fyrir leikmenn sænska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti en þeir létu í það minnsta sænska liðsstjórann svitna í leik liðanna á föstudaginn. Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira