Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 21:05 Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira