Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 13:05 Hér má sjá nýju byggingarnar, sem eru appelsínugular á myndinni, sem verður byggðar á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna. Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum. Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum.
Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40