Verkafólk á Akureyri með hærri laun en í Reykjavík Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 00:01 Stefán Ólafsson segir sérstaka framfærsluuppbót nauðsynlega til þess að jafna kjörin milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Vísir/Steingrímur Dúi Launakjör verkafólks á Akureyri eru betri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur félagsins um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Efling birti frétt á heimasíðu sinni í gær með tölunum, en þær eru fengnar úr Gallup könnunum frá haustinu 2022. Þar kemur fram að verkafólk Einingar-Iðju á Akureyri fær um það bil 21 þúsund krónum meira í heildarlaun á mánuði en félagar þeirra í Eflingu. Auk þess raðar hærra hlutfall Eflingarfélaga sér í neðstu tekjuhópana. Stefán Ólafsson hjá Eflingu segir þetta renna stoðum undir kröfur Félagsins. „Þrátt fyrir að eflingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu vinni nærri tveimur stundum lengur á viku þá eru heildarlaun hjá verkafólki á Akureyri 21 þúsund krónum hærri. Þetta auðvitað styður þann málflutning sem við höfum verið með um það að bæði félögin eru á sömu kjarasamningum og vinna eftir sömu launatöflu en hún skilar félögum okkar á Akureyri miklu meira. Þeir eru að raðast í hærri flokka, hærri starfsaldursþrep og fá meiri bónusa.“ Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins strandar meðal annars á sérstakri framfærsluuppbót sem á að endurspegla hærri húsnæðiskostnað á höfuðborgarsvæðinu. En eru kröfurnar sanngjarnar? „Já þær eru meira en sanngjarnar. Þær eru nauðsynlegar bara til að jafna stöðu verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Um það snýst málið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttassemjari, hefur boðað til fundar í deilunni 24. janúar næstkomandi en það er bara formsatriði, deilan er enn í algerum hnút og mikið ber í milli. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Akureyri Reykjavík Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Efling birti frétt á heimasíðu sinni í gær með tölunum, en þær eru fengnar úr Gallup könnunum frá haustinu 2022. Þar kemur fram að verkafólk Einingar-Iðju á Akureyri fær um það bil 21 þúsund krónum meira í heildarlaun á mánuði en félagar þeirra í Eflingu. Auk þess raðar hærra hlutfall Eflingarfélaga sér í neðstu tekjuhópana. Stefán Ólafsson hjá Eflingu segir þetta renna stoðum undir kröfur Félagsins. „Þrátt fyrir að eflingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu vinni nærri tveimur stundum lengur á viku þá eru heildarlaun hjá verkafólki á Akureyri 21 þúsund krónum hærri. Þetta auðvitað styður þann málflutning sem við höfum verið með um það að bæði félögin eru á sömu kjarasamningum og vinna eftir sömu launatöflu en hún skilar félögum okkar á Akureyri miklu meira. Þeir eru að raðast í hærri flokka, hærri starfsaldursþrep og fá meiri bónusa.“ Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins strandar meðal annars á sérstakri framfærsluuppbót sem á að endurspegla hærri húsnæðiskostnað á höfuðborgarsvæðinu. En eru kröfurnar sanngjarnar? „Já þær eru meira en sanngjarnar. Þær eru nauðsynlegar bara til að jafna stöðu verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Um það snýst málið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttassemjari, hefur boðað til fundar í deilunni 24. janúar næstkomandi en það er bara formsatriði, deilan er enn í algerum hnút og mikið ber í milli.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Akureyri Reykjavík Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira