Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Árni Jóhannsson skrifar 20. janúar 2023 20:29 Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtalinu en hann langaði að segja ansi margt. Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54