Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Asahlákan sem spáð hafði verið verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víða hefur flætt inn í hús í leysingunum og skólahaldi var í morgun aflýst í Fossvogsskóla vegna leka, svo dæmi sé tekið.

Þá heyrum við í okkar manni á Suðurlandi en menn hafa haft áhyggjur af Ölfusánni sem verið hefur í klakabrynju síðustu daga og nú er sú brynja að leysast upp með hraði. 

Einnig verður rætt við formann félags hjúkrunarfræðinga sem fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en bendir á að ástandið sé óboðlegt víðar.

Að lokum heyrum við í glöðum bruggurum sem sjá fram á betri tíð ef nýtt frumvarp nær fram að ganga sem gerir heimabruggun á bjór löglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×