Sala var á leið til félagsins frá Nantes þegar vélin sem flutti hann hrapaði yfir Ermasundinu þann 21. janúar árið 2019. Sala og flugmaður vélarinnar, David Ibbotson, létust báðir.
Tryggingafélagið Miller Insurance LLP segir að Cardiff hafi ekki verið búið að ganga frá tryggingu áður en vélin sem flutti Sala fórst fyrir þremur árum, en forsvarsmenn Cardiff sækjast nú eftir tíu milljónum punda út úr tryggingunum.
Eins og áður segir var Sala, sem var 28 ára þegar hann lést, á leið til Cardiff frá Nantes þar sem argentínski framherjinn ætlaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Félaginu hefur hins vegar ekki tekist að fá endurgreiðslu á peningunum sem greiddir voru fyrir Sala eftir að vátryggjendur neituðu að greiða út.
Cardiff hefur því kært Miller Insurance LLP til hæstaréttar og heldur því fram að tryggingafélagið skuldi sér meira en tíu milljónir punda.