Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 09:04 Matvælastofnun óttaðist að skaðvaldar gætu borist með sendingunni og fyrirskipaði að bolirnir skyldu endursendir eða þeim fargað. Ráðuneytið hafnaði þessu. Getty Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins.
Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira