48 klukkutímum eftir að Nicola var rekinn var hann aftur tekinn við þjálfun liðsins.
„Ég bað um fyrirgefningu og tók ábyrgð á frammistöðunni,“ skrifaði Davide Nicola á Twitter.
An 8-2 loss to Atalanta on Sunday saw Davide Nicola relieved of his duties the following day
— BBC Sport (@BBCSport) January 18, 2023
Merely two days later, after a change of heart, club president Danilo Iervolino said,"You only realise how much you love someone when they leave."
More #BBCFootball
Frammistaðan hefur verið hrein hörmung og það virtist ætla að gera útslagið um helgina þegar liðið steinlá 8-2 á móti Atalanta.
Forseti félagsins tók þá ákvörðun að reka Nicola á mánudaginn.
Daginn eftir varð Salernitana orðað við þekkt þjálfaranöfn eins og Rafael Benitez og Roberto D'Aversa en það gerðist ekkert.
Í staðinn bað félagið Nicola um að taka við liðinu á nýjan leik. Forsetinn hringdi í hann, útskýrði ákvörðun sína á mánudaginn og þeir komust saman um að Davide Nicola yrði aftur þjálfari tveimur sólarhringum eftir að hann missti starfið. Nicola segist hafa þar grátbeðið um að fá að halda áfram og þakkaði forsetanum fyrir að hafa hringt í sig.
Davide Nicola says he is back as the head coach of Salernitana two days after the Serie A side sacked him. pic.twitter.com/vIRfvXje6a
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 18, 2023
Salernitana er í fimmtánda sæti í Seríu A, níu stigum fyrir neðan Hellas Verona. Næsti leikur liðsins er á móti toppliði Napoli á laugardaginn og verkefnin verða varla erfiðari en það.