Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 00:05 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku. Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku.
Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira