„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 18. janúar 2023 21:30 Lið Rúnars Inga hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Vísir/Bára Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Rúnar var fyrst spurður, í viðtali við fréttamann Vísis, hvað að hans mati hefði helst farið úrskeiðis í leik liðsins. „Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega. Við viljum hafa það öfugt. Við búum okkur til rosalega flott færi í byrjun. Færin sem við vissum að myndu opnast. Isabella fær tvö galopin lay-up og nær ekki að klára. Við erum að fá galopið þriggja stiga skot sem við æfum á hverri einustu æfingu. Það glamrar innan hringsins og poppar upp úr. Þegar það er þannig þarftu að leggja ennþá meira á þig varnarlega og ná í eitt stopp í einu. Út af því að boltinn fer ofan í á endanum. Við erum svekkja okkur á því og þannig minnkar orkan varnarlega. Fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar erum við ekki að berjast við þær eins og við ætluðum að gera.“ Rúnar tók að hluta til undir það að segja mætti að afturför hefði orðið í leik Njarðvíkurliðsins frá því í upphafi tímabilsins í ljósi þess að það hefði nú tapað fjórum leikjum í röð, í Subway-deildinni. „Að vissu leyti já. En heilt yfir erum við líka orðnar betri í mörgu sem við erum að gera. Það er kannski takturinn við erum sem dæmi mjög heppnar í fyrra, engin meiðsli, við erum með sömu róteringuna í einhverja fjörtíu leiki. Núna þurfum við mikið að breyta til. Láta leikmenn skipta um stöður. Þú þarft að hlaupa leikstjórnanda í tvo til þrjá leiki og svo ertu allt í einu kominn á kantinn.“ Rúnar sagði að Njarðvíkurliðið væri að leitast við að komast inn í ákveðinn þægindaramma í sínum leik. Í leiknum í kvöld hefði það náðst á kafla í seinni hálfleik. „Við vorum að finna það sem var að virka og reyndum að mjólka það svolítið en oft á tíðum erum við kannski að ofhugsa hlutina. Við erum kannski með einfaldan möguleika beint fyrir framan okkur en þá ætlum við að vera ótrúlega sniðugar og finna eitthvað sem er eiginlega ekki opið en okkur langar að sé opið. Út af því að það er kannski flottara en þetta einfalda. Það er eitthvað sem við lærum af. Ég er með leikmannahóp inn í klefa sem er brjálaður yfir því að hafa ekki byrjað fyrr og þær vita upp á sig sökina. Þær stjórna þessu orku-leveli inn á vellinum og hvernig við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif. Það er auðvelt fyrir mig að segja að maður eigi ekki að svekkja sig ef boltinn virðist ekki vilja fara ofan í. En þetta er andlegi styrkurinn sem við þurfum að vinna í og þegar við náum því þá hef ég trú á því að við séum eitt af bestu liðunum á landinu. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hvort sem við töpum í kvöld eða ekki.“ Aðspurður um hvort það væru einhverir ákveðnir þættir í leik liðsins sem hann vildi sérstaklega bæta lagði Rúnar áherslu á getu liðsins til að bregðast betur við mótlæti í heilan leik. „Við erum með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum en til að fá það fram á gólfinu þurfum við að vera með hausinn á réttum stað. Að vera ekki að svekkja sig á hlutum sem við höfum enga stjórn á. Það er að stjórna okkur allt of mikið og það er það sem við þurfum að laga.“ Hann tók undir að mikilvægt væri að fá framlag frá fleiri leikmönnum en aðeins tveir leikmenn Njarðvíkur skoruðu tíu stig eða meira í leiknum en fimm leikmenn Grindavíkur náðu því. Rúnar sagði að hluti af því væri þó að leikmenn þyrftu að velja einfaldari kosti og senda á samherja í opnum færum en velja ekki of flókin skot þess í stað. „Við fundum opnanirnar í seinni hálfleik en það vantar upp á gæði sendinga. Það er einmitt það sem við erum að vinna mikið í og við höldum því áfram,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Rúnar var fyrst spurður, í viðtali við fréttamann Vísis, hvað að hans mati hefði helst farið úrskeiðis í leik liðsins. „Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega. Við viljum hafa það öfugt. Við búum okkur til rosalega flott færi í byrjun. Færin sem við vissum að myndu opnast. Isabella fær tvö galopin lay-up og nær ekki að klára. Við erum að fá galopið þriggja stiga skot sem við æfum á hverri einustu æfingu. Það glamrar innan hringsins og poppar upp úr. Þegar það er þannig þarftu að leggja ennþá meira á þig varnarlega og ná í eitt stopp í einu. Út af því að boltinn fer ofan í á endanum. Við erum svekkja okkur á því og þannig minnkar orkan varnarlega. Fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar erum við ekki að berjast við þær eins og við ætluðum að gera.“ Rúnar tók að hluta til undir það að segja mætti að afturför hefði orðið í leik Njarðvíkurliðsins frá því í upphafi tímabilsins í ljósi þess að það hefði nú tapað fjórum leikjum í röð, í Subway-deildinni. „Að vissu leyti já. En heilt yfir erum við líka orðnar betri í mörgu sem við erum að gera. Það er kannski takturinn við erum sem dæmi mjög heppnar í fyrra, engin meiðsli, við erum með sömu róteringuna í einhverja fjörtíu leiki. Núna þurfum við mikið að breyta til. Láta leikmenn skipta um stöður. Þú þarft að hlaupa leikstjórnanda í tvo til þrjá leiki og svo ertu allt í einu kominn á kantinn.“ Rúnar sagði að Njarðvíkurliðið væri að leitast við að komast inn í ákveðinn þægindaramma í sínum leik. Í leiknum í kvöld hefði það náðst á kafla í seinni hálfleik. „Við vorum að finna það sem var að virka og reyndum að mjólka það svolítið en oft á tíðum erum við kannski að ofhugsa hlutina. Við erum kannski með einfaldan möguleika beint fyrir framan okkur en þá ætlum við að vera ótrúlega sniðugar og finna eitthvað sem er eiginlega ekki opið en okkur langar að sé opið. Út af því að það er kannski flottara en þetta einfalda. Það er eitthvað sem við lærum af. Ég er með leikmannahóp inn í klefa sem er brjálaður yfir því að hafa ekki byrjað fyrr og þær vita upp á sig sökina. Þær stjórna þessu orku-leveli inn á vellinum og hvernig við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif. Það er auðvelt fyrir mig að segja að maður eigi ekki að svekkja sig ef boltinn virðist ekki vilja fara ofan í. En þetta er andlegi styrkurinn sem við þurfum að vinna í og þegar við náum því þá hef ég trú á því að við séum eitt af bestu liðunum á landinu. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hvort sem við töpum í kvöld eða ekki.“ Aðspurður um hvort það væru einhverir ákveðnir þættir í leik liðsins sem hann vildi sérstaklega bæta lagði Rúnar áherslu á getu liðsins til að bregðast betur við mótlæti í heilan leik. „Við erum með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum en til að fá það fram á gólfinu þurfum við að vera með hausinn á réttum stað. Að vera ekki að svekkja sig á hlutum sem við höfum enga stjórn á. Það er að stjórna okkur allt of mikið og það er það sem við þurfum að laga.“ Hann tók undir að mikilvægt væri að fá framlag frá fleiri leikmönnum en aðeins tveir leikmenn Njarðvíkur skoruðu tíu stig eða meira í leiknum en fimm leikmenn Grindavíkur náðu því. Rúnar sagði að hluti af því væri þó að leikmenn þyrftu að velja einfaldari kosti og senda á samherja í opnum færum en velja ekki of flókin skot þess í stað. „Við fundum opnanirnar í seinni hálfleik en það vantar upp á gæði sendinga. Það er einmitt það sem við erum að vinna mikið í og við höldum því áfram,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55