Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við kynnum okkur einnig glænýja Maskínukönnun en samkvæmt henni er Samfylkingin á mikilli siglingu og mælist nú stærsti flokkur landsins. Við ræðum stöðuna við prófessor í stjórnmálafræði.

Þá verðum við í beinni frá bænastund úkraínskra flóttamanna í Landakotskirkju og lítum á nýtt útlit hótelherbergja á Hótel Sögu sem er nú að umbreytast í stúdentagarð.

Við kíkjum að lokum í handboltaveislu á Hrafnistu og sjáum fyrsta áttæringinn sem hefur verið smíðaður hér á landi í háa herrans tíð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×