Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, stór stofa, rúmgóð borðstofa, gestasnyrting, þrjú baðherbergi, stórar svalir til norðurs með frábæru útsýni frá efri hæð og eldhús með tvöföldum ísskáp, eyju og vínkæli. Þá er að finna rúmgóða geymslu, bílskúr og 50 fermetra gluggalaust rými sem hægt er að nota sem geymslu, hobbýherbergi eða jafnvel líkamsræktarsal.
Í húsinu er einnig að finna sannkallað draumaþvottahús. Það er einstaklega rúmgott, með nægu skápa- og vinnuplássi. Innréttingin rúmar tvær þvottavélar og þurrkara í vinnuhæð.
Húsið er einstaklega smekklegt og bjart, með gólfsíðum gluggum sem snúa til norðurs. Úr eldhúsi er útgengt á stóran bambuspall sem vísar í suður. Þá er einnig útgengt út í garð af neðri hæð. Garðurinn er pallalagður að hluta og er með heitum potti.
Ásett verð er 214,7 milljónir en fasteignamat hússins er tæpar 183 milljónir.
Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.















