Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 15:05 Fastagestir í Vesturbæjarlaug í Reykjavík verða að baða sig annars staðar á morgun. Vísir/Vilhelm Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“ Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“
Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira