Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2023 10:16 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tengir aukið álag lækna við fjölgun rafrænna samskipta. Vísir/Egill Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. Rætt var við Óskar Reykdalsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir að samskiptum hafi fjölgað töluvert á hvern lækni á undanförnum árum. „Til dæmis frá árinu 2017 voru læknar að taka kannski 80 eða 85 samskipti, núna eru þeir að taka 115 til 120 í hverri viku. Þetta er töluverð aukning. Þessi viðbót kemur langt mest með rafrænum samskiptum. Svo það er sannarlega aukið álag á lækna“, segir Óskar. Óskar segir að í sumum tilfellum sé hreinlega verið að sóa tíma lækna með þessum rafrænu samskiptum, til dæmis með því að skrifa upp á vottorð og með samskiptum í gegnum Heilsuveru. „Við sem erum heilsugæslulæknar teljum að það þurfi að fækka ákveðnum vottorðum, og að til dæmis skóla- og vinnuveitendavottorð séu ofmetin. Við teljum að tilvísanir, vegna barna eða til sjúkraþjálfara megi missa sín.“ Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Óskar telur að lausnin sé falin í því að vinna og standa saman, skoða nákvæmlega og greina hvar flöskuhálsarnir séu. „Vinna síðan með hvern og einn þátt og þannig bæta möguleikann á því að líða vel í vinunni og komast vel yfir þau verkefni að sinna þessum veika skjólstæðingahópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Rætt var við Óskar Reykdalsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir að samskiptum hafi fjölgað töluvert á hvern lækni á undanförnum árum. „Til dæmis frá árinu 2017 voru læknar að taka kannski 80 eða 85 samskipti, núna eru þeir að taka 115 til 120 í hverri viku. Þetta er töluverð aukning. Þessi viðbót kemur langt mest með rafrænum samskiptum. Svo það er sannarlega aukið álag á lækna“, segir Óskar. Óskar segir að í sumum tilfellum sé hreinlega verið að sóa tíma lækna með þessum rafrænu samskiptum, til dæmis með því að skrifa upp á vottorð og með samskiptum í gegnum Heilsuveru. „Við sem erum heilsugæslulæknar teljum að það þurfi að fækka ákveðnum vottorðum, og að til dæmis skóla- og vinnuveitendavottorð séu ofmetin. Við teljum að tilvísanir, vegna barna eða til sjúkraþjálfara megi missa sín.“ Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Óskar telur að lausnin sé falin í því að vinna og standa saman, skoða nákvæmlega og greina hvar flöskuhálsarnir séu. „Vinna síðan með hvern og einn þátt og þannig bæta möguleikann á því að líða vel í vinunni og komast vel yfir þau verkefni að sinna þessum veika skjólstæðingahópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44
Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36