„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 19:21 Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður. Vísir/Sigurjón Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27