Skýrsla Henrys: Allir um borð í Krýsuvíkurlestina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2023 23:01 Strákarnir fagna sigrinum með látum í kvöld. vísir/vilhelm Ekki féll allt með strákunum okkar í kvöld en það hefði getað orðið verra. Ungverjaland vann ekki sem var mikilvægt. Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira