Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2023 20:06 Öflug og flott starfsemi fer fram hjá eldri borgurum í Grundarfirði þar sem alltaf er nóg um að vera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað. Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað.
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira