Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2023 20:06 Öflug og flott starfsemi fer fram hjá eldri borgurum í Grundarfirði þar sem alltaf er nóg um að vera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað. Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað.
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira