Messina Denaro var handtekinn af ítölsku öryggislögreglunni þegar hann var á leið inn á einkarekna heilbrigðisstofnun í Palermo á Sikiley til að gangast undir meðferð.
Matteo Messina Denaro hefur verið á flótta síðan árið 1993 og hefur síðan verið efstur á lista ítölsku lögreglunnar yfir eftirlýsta liðsmenn mafíunnar.
Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í fjarveru sinni, fyrir tugi morða. Var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa kyrkt mann og síðan leyst líkið upp í sýru.
Hann hefur einnig verið sakaður um aðild að fjölda tilræða á vegum mafíunnar Cosa Nostra árið 1993, auk sprengjuárásar árið 1992 þar sem saksóknarinn Giovanni Falcone og aðstoðarmaður hans, Paolo Borsellino, létust.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að handtakan væri mikill sigur fyrir ítalska ríkið.