Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 10:31 Það er nóg eftir af HM og Ýmir Örn Gíslason og félagar ætla að svara fyrir sig eftir tapið svekkjandi gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands. HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands.
HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00
„Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01