Eins og sést á myndinni er klakinn nokkuð massívur og ljóst að illa hefði farið ef Ólafur hefði verið nokkrum sekúndum fyrr á ferðinni.
Klaka og grýlukerti má víða sjá á húsþökum og hafa mörg þeirra náð töluverðri lengd. Húseigendur bera ábyrgð á því að láta fjarlægja þau.
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepi sig á þessu áður en eitthvað er gert. Það þyrfti að loka götum ef þeir geta ekki hreinsað klakann,“ segir Ólafur sem sjálfur hefur tekið eftir löngum og massívum grýlukertum og klakabúnkum í miðborginni t.d. á Skólavörðustíg.
„Það þýðir ekkert að tala við borgina. Manni er bara bent á að senda tölvupóst sem týnist síðan í tóminu. Ég færi mig á götuna og labba þar næstu daga,“ segir Ólafur í lok samtalsins.
