Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 15:00 Vísir/Hanna Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni. Neytendur Verðlag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni.
Neytendur Verðlag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira