Úrhellisrigning og rok hefur verið í Kaliforníu síðustu daga og ár hafa flætt yfir bakka sína og borið með sér aur og leðju. Þúsundir heimila hafa verið án rafmagns en því er einmitt beint til íbúa á stóru svæði í Kaliforníu að yfirgefa heimili sín.
Spáð er „hamfaraflóðum“ í dalnum þar sem áin Salinas rennur. Með því að lýsa yfir neyðarástandi tryggir Joe Biden að ríkið fjármagni viðgerðir á húsnæði í ríkinu. Alls eru um 25 milljón manns sem búa á því svæði sem nú er vaktað sérstaklega vegna eðjuflóða.