Manúela fékk heilablóðfall um jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. janúar 2023 16:16 Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk)
Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira