Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. janúar 2023 12:04 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að almenna reglan sé auðvitað að auglýsa í störf og að það geri hann. Sigurður Helgi sé þó öflugur stjórnandi og því ekki talin ástæða til að auglýsa starfið. vísir Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“ Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“
Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30
Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16