Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 13:21 Skíðasvæði í Madonna di Campiglio, Ítalíu, sem var áfangastaður ferðanna. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira