Gummi Ben með einhverja tilfinningu fyrir Napoli: Lýsir stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 13:00 Napoli leikmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia í leik á móti Internazionale fyrr á þessu tímabili. Getty/Stefano Guidi Stórleikur kvöldsins í ítalska fótboltanum er leikur Napoli og Juventus í Napolíborg en þetta eru tvö efstu liðin í Seríu A eftir sautján umferðir. Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum. Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum.
Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira