Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 10:05 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent