Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2023 19:24 Nýjustu kannanir Maskínu og Gallup benda til þess að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn ef kosið yrði til Alþingis um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. Samkvæmt könnunum Maskínu sem birt var 28. desember og Gallup sem birt var 31. desember hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum 2021. Flokkurinn mælist nánast með sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn.Grafík/Hjalti Tilhneigingin á þróun fylgis stjórnmálaflokkanna í könnunum sem Maskína birti 28. desember og Gallup hinn 31. desember er mjög svipuð. Helsta breytingin frá kosningunum 2021 er að Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt í báðum könnunum. Fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins er nánast það sama, í hvorri könnun fyrir sig en öllu meira hjá Gallup en Maskínu. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn tapa mestu fylgi hjá báðum miðað við síðustu kosningar. Að gefnum því að atkvæði flokka dreifist með svipuðum hætti milli kjördæma og í kosningunum 2021 má leika sér að skoða þingmannafjölda flokkanna miðað við þessar tvær kannanir og þar með möguleg stjórnarmynstur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur í tvígang myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Stjórn þessara flokka næði ekki meirihluta í dag miðað við nýjustu kannanir.Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri fallinn samkvæmt báðum könnunum. Flokkarnir fengju sameiginlega 26 þingmenn samkvæmt könnun Maskínu og 27 samkvæmt könnun Gallups, en að lágmarki 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Stjórnin sem reynt var að mynda eftir kosningar 2017 með Framsókn, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum næði hins vegar meirihluta samkvæmt báðum könnunum, með 33 til 34 þingmenn. Flokkarnir þrír sem helst hafa átt samleið í stjórnarandstöðunni, Viðreisn, Píratar og Samfylking næðu ekki lágmarks meirihluta þingmanna. Ef Framsóknarflokkurinn gengi hins vegar til liðs við þessa þrjá flokka, næði hún meirihluta með 33 til 34 þingmenn eftir könnunum. Kristrún Frostadóttir sem nýlega var kjörin formaður Samfylkingarinnar getur vel unað við það fylgi sem flokkur hennar mælist með í könnunum þessa dagana. Myndin var tekin í Kryddsíld stöðvar 2 á gamlársdag.Vísir/Hulda Margrét Það myndi ekki duga Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu að fá Vinstri græn til liðs við sig, sem hefðu 30 þingmenn á bakvið sig samkvæmt bæði könnun Maskínu og Gallup. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vantaði einn þingmann til myndunar meirihluta samkvæmt könnun Maskínu en næði rúmum meirihluta með 34 þingmenn samkvæmt könnun Gallups. Ef Framsóknarflokkurinn fengi síðan tvo fylgismestu flokkana, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu með í stjórnarsamstarf hefði slík stjórn 34 til 38 þingmenn og þar með góðan meirihluta. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49 Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49 Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Samkvæmt könnunum Maskínu sem birt var 28. desember og Gallup sem birt var 31. desember hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum 2021. Flokkurinn mælist nánast með sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn.Grafík/Hjalti Tilhneigingin á þróun fylgis stjórnmálaflokkanna í könnunum sem Maskína birti 28. desember og Gallup hinn 31. desember er mjög svipuð. Helsta breytingin frá kosningunum 2021 er að Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt í báðum könnunum. Fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins er nánast það sama, í hvorri könnun fyrir sig en öllu meira hjá Gallup en Maskínu. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn tapa mestu fylgi hjá báðum miðað við síðustu kosningar. Að gefnum því að atkvæði flokka dreifist með svipuðum hætti milli kjördæma og í kosningunum 2021 má leika sér að skoða þingmannafjölda flokkanna miðað við þessar tvær kannanir og þar með möguleg stjórnarmynstur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur í tvígang myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Stjórn þessara flokka næði ekki meirihluta í dag miðað við nýjustu kannanir.Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri fallinn samkvæmt báðum könnunum. Flokkarnir fengju sameiginlega 26 þingmenn samkvæmt könnun Maskínu og 27 samkvæmt könnun Gallups, en að lágmarki 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Stjórnin sem reynt var að mynda eftir kosningar 2017 með Framsókn, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum næði hins vegar meirihluta samkvæmt báðum könnunum, með 33 til 34 þingmenn. Flokkarnir þrír sem helst hafa átt samleið í stjórnarandstöðunni, Viðreisn, Píratar og Samfylking næðu ekki lágmarks meirihluta þingmanna. Ef Framsóknarflokkurinn gengi hins vegar til liðs við þessa þrjá flokka, næði hún meirihluta með 33 til 34 þingmenn eftir könnunum. Kristrún Frostadóttir sem nýlega var kjörin formaður Samfylkingarinnar getur vel unað við það fylgi sem flokkur hennar mælist með í könnunum þessa dagana. Myndin var tekin í Kryddsíld stöðvar 2 á gamlársdag.Vísir/Hulda Margrét Það myndi ekki duga Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu að fá Vinstri græn til liðs við sig, sem hefðu 30 þingmenn á bakvið sig samkvæmt bæði könnun Maskínu og Gallup. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vantaði einn þingmann til myndunar meirihluta samkvæmt könnun Maskínu en næði rúmum meirihluta með 34 þingmenn samkvæmt könnun Gallups. Ef Framsóknarflokkurinn fengi síðan tvo fylgismestu flokkana, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu með í stjórnarsamstarf hefði slík stjórn 34 til 38 þingmenn og þar með góðan meirihluta.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49 Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49 Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36
Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49
Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43