Hýsa hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. janúar 2023 13:00 Grindavíkurbær hafnaði samningi við Vinnumálastofnun um móttöku flóttafólks Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í Grindavík í óþökk bæjaryfirvalda en hótelstarfsemi var stöðvuð í húsinu síðastliðið vor vegna myglu. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir engum verða úthýst en furðar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar. Bæjarráð Grindavíkur fjallaði um málið á fundi sínum í gær en í fundargerð kemur meðal annars fram að bæjarráð lýsi yfir miklum vonbrigðum að Vinnumálastofnun hafi ekkert gert með afgreiðslu bæjarstjórnar sem byggði á lögfræðiáliti um að móttaka flóttafólks eða hælisleitenda samræmist ekki samþykktri notkun hússins eða deiliskipulagi, en starfsemi er nú þegar hafin í húsinu. Hjálmar Hallgrímsson, er formaður bæjarráðs. „Vinnumálastofnun boðaði til fundar eða bauð okkur samning um móttöku á flóttamönnum og við höfnuðum þeim samningi og bentum bara á aðstæður okkar hér. Bæði í félagsþjónustu og ýmislegt annað og vegna húsnæðiseklu. Við erum ekki með neitt húsnæði frekar en annars staðar á suðvesturhorninu.“ En fólk er nú þegar byrjað að flytja inn. „Já þeir gera það, án nokkurs samráðs við okkur og þá byrja þeir bara að setja inn fólk og þannig er staðan.“ Hjálmar segir að enginn verði þó borinn út. „Við erum ekkert að fara að bera einn eða neinn út og við munum aldrei gera það. Þetta er mín skoðun og ég veit að bæjarstjórn er sammála mér um að við erum ekkert að fara í þetta. En vinnubrögð Vinnumálastofnunar og þá Útlendingastofnunar líka. Þeir skrá fólk í Grindavík í tiltölulega ósamþykkt húsnæði sem er okkar mat. Síðan tökum við bara við þeim, þetta er svona meginmálið. Húsið sjálft er skráð sem hótel og fékk starfsleyfi sem hótel en það er ekki hótel rekið þarna.“ Hælisleitendur Grindavík Flóttamenn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur fjallaði um málið á fundi sínum í gær en í fundargerð kemur meðal annars fram að bæjarráð lýsi yfir miklum vonbrigðum að Vinnumálastofnun hafi ekkert gert með afgreiðslu bæjarstjórnar sem byggði á lögfræðiáliti um að móttaka flóttafólks eða hælisleitenda samræmist ekki samþykktri notkun hússins eða deiliskipulagi, en starfsemi er nú þegar hafin í húsinu. Hjálmar Hallgrímsson, er formaður bæjarráðs. „Vinnumálastofnun boðaði til fundar eða bauð okkur samning um móttöku á flóttamönnum og við höfnuðum þeim samningi og bentum bara á aðstæður okkar hér. Bæði í félagsþjónustu og ýmislegt annað og vegna húsnæðiseklu. Við erum ekki með neitt húsnæði frekar en annars staðar á suðvesturhorninu.“ En fólk er nú þegar byrjað að flytja inn. „Já þeir gera það, án nokkurs samráðs við okkur og þá byrja þeir bara að setja inn fólk og þannig er staðan.“ Hjálmar segir að enginn verði þó borinn út. „Við erum ekkert að fara að bera einn eða neinn út og við munum aldrei gera það. Þetta er mín skoðun og ég veit að bæjarstjórn er sammála mér um að við erum ekkert að fara í þetta. En vinnubrögð Vinnumálastofnunar og þá Útlendingastofnunar líka. Þeir skrá fólk í Grindavík í tiltölulega ósamþykkt húsnæði sem er okkar mat. Síðan tökum við bara við þeim, þetta er svona meginmálið. Húsið sjálft er skráð sem hótel og fékk starfsleyfi sem hótel en það er ekki hótel rekið þarna.“
Hælisleitendur Grindavík Flóttamenn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira