„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Snorri Másson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar
Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31