„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Snorri Másson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar
Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“