„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Snorri Másson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar
Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31