Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 10:49 Carbfix á Íslandi er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem stunda rannsóknir á kolefnisbindingu. Carbfix/Gunnar Freyr Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“ Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“
Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira