Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 10:15 Vagnstjórinn er merktur með rauðum hring. Hann er starfsmaður verktakafyrirtækis sem ekur fyrir Strætó. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, segir í samtali við Vísi að málið sé á þeirra borði. Fram kom í gær að starfsmaðurinn á gröfunni hefði verið sendur í ótímabundið leyfi. „Við erum enn þá á fullu að skoða þetta,“ segir Ingibjörg. Þau eigi eftir að ræða nánar við starfsmanninn auk þess sem fram undan sé fundur með Strætó. Á myndskeiðinu, sem er stutt og var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær, virðist sem strætisvagn komist ekki leiðar sinnar vegna gröfu sem sinnir snjómokstri. Nokkrir standa við gröfuna og einn aðili á ýmislegt ósagt við gröfumanninn og lætur hann heyra það. Ingibjörg segir þó ekki liggja fyrir hvort sá sem fékk snjóinn yfir sig sé starfsmaður Strætó eður ei. Þau hafi engu að síður óskað eftir fundi með Strætó. Þá segir hún Óskatak ekki hafa heyrt frá karlmanninum sem fékk snjóinn yfir sig. Uppfært klukkan 10:36 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó staðfestir við fréttastofu að eftir því sem hann komist næst hafi það verið vagnstjóri sem fékk snjóinn yfir sig. Sjálfur sé hann í fríi en fulltrúar Strætó muni funda með Óskataki í dag. Þá muni málið skýrast. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, segir í samtali við Vísi að málið sé á þeirra borði. Fram kom í gær að starfsmaðurinn á gröfunni hefði verið sendur í ótímabundið leyfi. „Við erum enn þá á fullu að skoða þetta,“ segir Ingibjörg. Þau eigi eftir að ræða nánar við starfsmanninn auk þess sem fram undan sé fundur með Strætó. Á myndskeiðinu, sem er stutt og var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær, virðist sem strætisvagn komist ekki leiðar sinnar vegna gröfu sem sinnir snjómokstri. Nokkrir standa við gröfuna og einn aðili á ýmislegt ósagt við gröfumanninn og lætur hann heyra það. Ingibjörg segir þó ekki liggja fyrir hvort sá sem fékk snjóinn yfir sig sé starfsmaður Strætó eður ei. Þau hafi engu að síður óskað eftir fundi með Strætó. Þá segir hún Óskatak ekki hafa heyrt frá karlmanninum sem fékk snjóinn yfir sig. Uppfært klukkan 10:36 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó staðfestir við fréttastofu að eftir því sem hann komist næst hafi það verið vagnstjóri sem fékk snjóinn yfir sig. Sjálfur sé hann í fríi en fulltrúar Strætó muni funda með Óskataki í dag. Þá muni málið skýrast.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00