Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 07:39 Kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg vegna ljósmengunar frá nýja led-skiltinu á gafli hússins. Vísir/Kolbeinn Tumi Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira