Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 18:00 Ciaron Brown er grunaður um að hafa viljandi nælt sér í gult spjald í bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn. Hann er hér í baráttu við Bukayo Saka. Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi. Enski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi.
Enski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira