Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 09:30 Infantino er til rannsóknar hjá svissneskum lögregluyfirvöldum. AP Photo Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum. FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum.
FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01