Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2023 10:01 Leikmennirnir sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 20. Björgvin Hólmgeirsson grafík/hjalti Einhver athyglisverðustu umskipti sem hafa orðið á einum leikmanni var þegar Björgvin Hólmgeirsson kom í Hauka 2009. Hann hafði þá stimplað sig inn í efstu deild með ÍR og Stjörnunni sem öflugur sóknarmaður og mikill markaskorari. En Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hafði annað hlutverk í hyggju fyrir Björgvin, nefnilega stöðu leikstjórnanda. Björgvin Hólmgeirsson er einn af markahæstu leikmönnum Olís-deildarinnar af þeim sem spila í henni í dag með 1340 mörk.vísir/bára Og það reyndist frábær ákvörðun því Björgvin blómstraði í nýju hlutverki. Hann skoraði ekki jafn mikið og áður en stýrði Haukasókninni af stakri prýði og það sem mikilvægast er þá vann liðið. Haukar urðu þrefaldir meistarar tímabilið 2009-10 með Björgvin við sóknarstýrið. Þegar Björgvin kom aftur heim í ÍR eftir dvöl í Þýskalandi var hann eins og leikmaðurinn sem hann var áður en hann fór í Hauka, nema bara miklu betri í því sem hann var góður í. Á árunum 2012-15 var Björgvin eitt beittasta sóknarvopn sem sést hefur í efstu deild og hann gat rústað hvaða vörn sem var. Hann var sérstaklega góður tímabilið 2014-15 þegar hann var markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar af samherjum sínum. Einn besti gegnumbrotsmaður deildarinnar og með hreint magnaða skottækni. Hæðin gerði það hins vegar að verkum að hann náði ekki að gera sig gildandi á hærra getustigi. Gaupi Liðinu gekk líka vel. ÍR varð bikarmeistari 2013, fór í bikarúrslit 2014 og var hársbreidd frá því að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2015, með Björgvin sem besta mann. Hann hefur svo átt góð ár með Stjörnunni og er enn núna, á 36. aldursári, gríðarlega öflugur sóknarmaður. Björgvin hefur skorað rúmlega 1.340 mörk í efstu deild og það er spurning hvort hann komist í fjórtán hundruð marka klúbbinn. 19. Ólafur Bjarki Ragnarsson grafík/hjalti Árin 2011 og 2012 var rosalega lítill vafi á því hver var besti leikmaður efstu deildar. Það var Ólafur Bjarki Ragnarsson. Eftir tvö silfur í röð með HK 2007 og 2008 hélt Ólafur Bjarki út í atvinnumennsku en sneri aftur heim 2010. Hann stóð undir öllum væntingum tímabilið 2010-11 en var ekki í nógu góðu liði til að fara alla leið. En sú var raunin tímabilið á eftir þótt fáir hafi búist við því. Ólafur Bjarki Ragnarsson leiddi HK til eina Íslandsmeistaratitils félagsins.fréttablaðið HK tók síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni 2012 með sigri á Fram í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Kópavogsbúar nýttu svo dagana fram að úrslitakeppninni frábærlega, komu af gríðarlegum krafti inn í hana og stóðu öllum að óvörum uppi sem Íslandsmeistarar eftir að hafa skúrað gólfin í Digranesinu, Ásvöllum og Kaplakrika með bæði Haukum og FH-ingum, 3-0. HK spilaði bara á tíu leikmönnum í þessari úrslitakeppni en hver einn og einasti þeirra spilaði eins og snillingur. En aðalmaðurinn var samt alltaf Ólafur Bjarki enda með öll handboltatrixin í bókinni á sínu valdi; sterkur í vörn, frábær skot, beittar árásir og góðan leikskilning. Eitt mesta hæfileikabúnt sem Ísland hefur eignast. En meiðslasagan gerir það að verkum að hann náði ekki þeim hæðum sem efni stóðu til. Gaupi Ólafur Bjarki sneri aftur heim og lék tvö tímabil með Stjörnunni en var ekki skugginn af sjálfum sér, og varla það, enda illa farinn eftir þrálát og erfið meiðsli. Þau komu í veg fyrir að hann gerði sig almennilega gildandi með landsliðinu og í atvinnumennsku og setur alltaf smá „hvað ef“ stjörnumerkingu við ferilinn. En heill og í standi stóð enginn Ólafi Bjarka framar hér á landi eins og hann sýndi á árunum 2010-12. 18. Valdimar Þórsson Ef Valdimar Þórsson væri hljómsveit væri hann Pantera. Jújú, hann hafði alveg spilað og skorað áður en hann gekk í raðir HK 2004 en þar sprakk hann út og það er upphafspunkturinn á ferlinum, svipað eins og Cowboys From Hell var upphafspunkturinn á ferli Pantera, þrátt fyrir að hljómsveitin hafi gefið út fjórar plötur áður. Árin í HK voru svo Cowboys From Hell, Vulgar Display of Power og Far Beyond Driven á ferli Valdimars. Á þessu tímabili, 2004-10, var Valdimar besti sóknarmaður deildarinnar. Hann fékk þau verðlaun í þrígang (2005, 2007, 2010) og var tvisvar sinnum markakóngur (2007 og 2009). Valdimar Þórsson var langt á undan sinni samtíð þegar kom að því að frelsa geirvörtuna.fréttablaðið Á þessum fimm tímabilum (Valdimar lék erlendis 2007-08) lék hann samtals 122 leiki í deild og úrslitakeppni og skoraði í þeim 775 mörk. Það gera 6,4 mörk að meðaltali í leik. Síðustu árin Valdimars í Val og FH voru svo The Great Southern Trendkill og Reinventing the Steel á ferli hans. Ágætis plötur með nokkrum hápunktum, sambærilegt við það þegar Valdimar varð bikarmeistari með Val 2011 sem er eini titilinn sem hann vann á ferlinum. En Valdimar var kannski sjaldan í liðum sem höfðu efni og innistæðu til að vinna stóra titla. Ótrúlegt eintak. Valdi vitlausa stöðu. Hefði hann valið vinstra hornið hefði hann orðið fastamaður í íslenska landsliðinu og leikmaður í alþjóðlegum klassa. Gaupi Alls skoraði Valdimar 1338 mörk í efstu deild. Aðeins sjö leikmenn hafa skorað fleiri en hann í sögu hennar. Mörk voru gjaldmiðilinn hans Valdimars og hann kunni að búa til verðmæti. 17. Heimir Örn Árnason grafík/hjalti Það virtist engu skipta í hvaða treyju Heimir Örn Árnason spilaði í; hann var nánast alltaf góður. Hvort sem það var í gulri og blárri treyju KA, rauðri Valstreyju, blárri Stjörnutreyju, svartri Akureyrartreyju eða jafnvel appelsínugulri treyju Fylkis. Til marks um það var Heimir valinn besti leikmaður deildarinnar, af leikmönnum eða þjálfurum, með þremur liðum (Fylki 2006, Stjörnunni 2008 og Akureyri 2011). Hann var líka gríðarlega fjölhæfur. Til sönnunar um það var hann markakóngur 2008 en er samt sennilega frekar þekktur sem afburða varnarmaður en sóknarmaður. Heimir Örn Árnason fer framhjá öðrum Akureyringi, Rúnari Sigtryggssyni, úrslitaeinvígi Hauka og KA 2001.þórir tryggvason Heimir naut mestrar velgengni hvað titla varðar er hann lék í heimabænum, Akureyri. Hann var í liði KA sem varð deildarmeistari 2001 og Íslandsmeistari 2002. Heimir átti stóran þátt í því að KA-menn urðu meistarar 2002 en hann skoraði sigurmark þeirra í fjórða leiknum gegn Valsmönnum í úrslitunum. Eftir nokkuð langa útlegð sneri Heimir aftur norður 2010 og var burðarás í liði Akureyrar sem varð deildarmeistari 2011 og komst í bikarúrslit og úrslit um Íslandsmeistaratitilinn sama tímabil. Frábær varnarmaður og þar þvældist hæðin ekkert fyrir honum. Leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði. Spilaði alltaf fyrir liðið. Gaupi Í millitíðinni varð hann meðal annars bikarmeistari með Val 2009 og lyfti Fylki í hæstu hæðir sem félagið hefur náð í handbolta karla. Þegar Heimir var jafnvígur á vörn og sókn gastu nokkurn veginn sett hann með nokkrum góðum leikmönnum og liðið hans var undantekningarlaust í efri hlutanum. Og þegar hann var uppi á sitt besta var hann sennilega verðmætasti leikmaður deildarinnar. Það var svo viðeigandi að Heimir skyldi ljúka ferlinum í gulu og bláu treyjunni, vel gamall en samt aðalmaðurinn í vörn KA á fyrsta tímabili liðsins í efstu deild undir eigin merkjum í tólf ár. 16. Elías Már Halldórsson grafík/hjalti Haukar hafa verið afar klókir alla þessa öld að finna rétta leikmenn í réttar stöður á réttum tíma. Einn þeirra er Elías Már Halldórsson sem kom til liðsins 2007. Hann var þá þekkt stærð í efstu deild og hafði meðal annars orðið bikarmeistari með HK og Stjörnunni. En Ásvellir voru draumahúsið hans. Elías hafði spilaði með Haukum síðustu sjö og hálfa tímabilið sem hann spilaði á Íslandi. Og á þessum sjö og hálfu tímabilum vann hann tólf stóra titla. Hann mokveiddi í smugunni í Hafnarfirði. Elías Már Halldórsson er einn sigursælasti handboltamaður Íslandssögunnar.vísir/vilhelm Elías átti stóran þátt í velgengni Hauka, fyrst sem hornamaður og svo sem skytta. Hann aðlagaðist skyttustöðunni frábærlega þrátt fyrir að vera ekki með sentímetrana með sér í liði. Elías bætti skortinn á því sviði upp með góðri skottækni og leikskilningi. Hafði magnaða eiginleika, ekki bara sem hornamaður heldur gat leyst stöðu hægri skyttu og gerði það afburða vel. Gaupi Elías lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2016-17, þá búinn að vinna allt sem hægt er að vinna á Íslandi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum. Og hann lagði helling til allra þessara meistaraliða. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
20. Björgvin Hólmgeirsson grafík/hjalti Einhver athyglisverðustu umskipti sem hafa orðið á einum leikmanni var þegar Björgvin Hólmgeirsson kom í Hauka 2009. Hann hafði þá stimplað sig inn í efstu deild með ÍR og Stjörnunni sem öflugur sóknarmaður og mikill markaskorari. En Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hafði annað hlutverk í hyggju fyrir Björgvin, nefnilega stöðu leikstjórnanda. Björgvin Hólmgeirsson er einn af markahæstu leikmönnum Olís-deildarinnar af þeim sem spila í henni í dag með 1340 mörk.vísir/bára Og það reyndist frábær ákvörðun því Björgvin blómstraði í nýju hlutverki. Hann skoraði ekki jafn mikið og áður en stýrði Haukasókninni af stakri prýði og það sem mikilvægast er þá vann liðið. Haukar urðu þrefaldir meistarar tímabilið 2009-10 með Björgvin við sóknarstýrið. Þegar Björgvin kom aftur heim í ÍR eftir dvöl í Þýskalandi var hann eins og leikmaðurinn sem hann var áður en hann fór í Hauka, nema bara miklu betri í því sem hann var góður í. Á árunum 2012-15 var Björgvin eitt beittasta sóknarvopn sem sést hefur í efstu deild og hann gat rústað hvaða vörn sem var. Hann var sérstaklega góður tímabilið 2014-15 þegar hann var markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar af samherjum sínum. Einn besti gegnumbrotsmaður deildarinnar og með hreint magnaða skottækni. Hæðin gerði það hins vegar að verkum að hann náði ekki að gera sig gildandi á hærra getustigi. Gaupi Liðinu gekk líka vel. ÍR varð bikarmeistari 2013, fór í bikarúrslit 2014 og var hársbreidd frá því að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2015, með Björgvin sem besta mann. Hann hefur svo átt góð ár með Stjörnunni og er enn núna, á 36. aldursári, gríðarlega öflugur sóknarmaður. Björgvin hefur skorað rúmlega 1.340 mörk í efstu deild og það er spurning hvort hann komist í fjórtán hundruð marka klúbbinn. 19. Ólafur Bjarki Ragnarsson grafík/hjalti Árin 2011 og 2012 var rosalega lítill vafi á því hver var besti leikmaður efstu deildar. Það var Ólafur Bjarki Ragnarsson. Eftir tvö silfur í röð með HK 2007 og 2008 hélt Ólafur Bjarki út í atvinnumennsku en sneri aftur heim 2010. Hann stóð undir öllum væntingum tímabilið 2010-11 en var ekki í nógu góðu liði til að fara alla leið. En sú var raunin tímabilið á eftir þótt fáir hafi búist við því. Ólafur Bjarki Ragnarsson leiddi HK til eina Íslandsmeistaratitils félagsins.fréttablaðið HK tók síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni 2012 með sigri á Fram í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Kópavogsbúar nýttu svo dagana fram að úrslitakeppninni frábærlega, komu af gríðarlegum krafti inn í hana og stóðu öllum að óvörum uppi sem Íslandsmeistarar eftir að hafa skúrað gólfin í Digranesinu, Ásvöllum og Kaplakrika með bæði Haukum og FH-ingum, 3-0. HK spilaði bara á tíu leikmönnum í þessari úrslitakeppni en hver einn og einasti þeirra spilaði eins og snillingur. En aðalmaðurinn var samt alltaf Ólafur Bjarki enda með öll handboltatrixin í bókinni á sínu valdi; sterkur í vörn, frábær skot, beittar árásir og góðan leikskilning. Eitt mesta hæfileikabúnt sem Ísland hefur eignast. En meiðslasagan gerir það að verkum að hann náði ekki þeim hæðum sem efni stóðu til. Gaupi Ólafur Bjarki sneri aftur heim og lék tvö tímabil með Stjörnunni en var ekki skugginn af sjálfum sér, og varla það, enda illa farinn eftir þrálát og erfið meiðsli. Þau komu í veg fyrir að hann gerði sig almennilega gildandi með landsliðinu og í atvinnumennsku og setur alltaf smá „hvað ef“ stjörnumerkingu við ferilinn. En heill og í standi stóð enginn Ólafi Bjarka framar hér á landi eins og hann sýndi á árunum 2010-12. 18. Valdimar Þórsson Ef Valdimar Þórsson væri hljómsveit væri hann Pantera. Jújú, hann hafði alveg spilað og skorað áður en hann gekk í raðir HK 2004 en þar sprakk hann út og það er upphafspunkturinn á ferlinum, svipað eins og Cowboys From Hell var upphafspunkturinn á ferli Pantera, þrátt fyrir að hljómsveitin hafi gefið út fjórar plötur áður. Árin í HK voru svo Cowboys From Hell, Vulgar Display of Power og Far Beyond Driven á ferli Valdimars. Á þessu tímabili, 2004-10, var Valdimar besti sóknarmaður deildarinnar. Hann fékk þau verðlaun í þrígang (2005, 2007, 2010) og var tvisvar sinnum markakóngur (2007 og 2009). Valdimar Þórsson var langt á undan sinni samtíð þegar kom að því að frelsa geirvörtuna.fréttablaðið Á þessum fimm tímabilum (Valdimar lék erlendis 2007-08) lék hann samtals 122 leiki í deild og úrslitakeppni og skoraði í þeim 775 mörk. Það gera 6,4 mörk að meðaltali í leik. Síðustu árin Valdimars í Val og FH voru svo The Great Southern Trendkill og Reinventing the Steel á ferli hans. Ágætis plötur með nokkrum hápunktum, sambærilegt við það þegar Valdimar varð bikarmeistari með Val 2011 sem er eini titilinn sem hann vann á ferlinum. En Valdimar var kannski sjaldan í liðum sem höfðu efni og innistæðu til að vinna stóra titla. Ótrúlegt eintak. Valdi vitlausa stöðu. Hefði hann valið vinstra hornið hefði hann orðið fastamaður í íslenska landsliðinu og leikmaður í alþjóðlegum klassa. Gaupi Alls skoraði Valdimar 1338 mörk í efstu deild. Aðeins sjö leikmenn hafa skorað fleiri en hann í sögu hennar. Mörk voru gjaldmiðilinn hans Valdimars og hann kunni að búa til verðmæti. 17. Heimir Örn Árnason grafík/hjalti Það virtist engu skipta í hvaða treyju Heimir Örn Árnason spilaði í; hann var nánast alltaf góður. Hvort sem það var í gulri og blárri treyju KA, rauðri Valstreyju, blárri Stjörnutreyju, svartri Akureyrartreyju eða jafnvel appelsínugulri treyju Fylkis. Til marks um það var Heimir valinn besti leikmaður deildarinnar, af leikmönnum eða þjálfurum, með þremur liðum (Fylki 2006, Stjörnunni 2008 og Akureyri 2011). Hann var líka gríðarlega fjölhæfur. Til sönnunar um það var hann markakóngur 2008 en er samt sennilega frekar þekktur sem afburða varnarmaður en sóknarmaður. Heimir Örn Árnason fer framhjá öðrum Akureyringi, Rúnari Sigtryggssyni, úrslitaeinvígi Hauka og KA 2001.þórir tryggvason Heimir naut mestrar velgengni hvað titla varðar er hann lék í heimabænum, Akureyri. Hann var í liði KA sem varð deildarmeistari 2001 og Íslandsmeistari 2002. Heimir átti stóran þátt í því að KA-menn urðu meistarar 2002 en hann skoraði sigurmark þeirra í fjórða leiknum gegn Valsmönnum í úrslitunum. Eftir nokkuð langa útlegð sneri Heimir aftur norður 2010 og var burðarás í liði Akureyrar sem varð deildarmeistari 2011 og komst í bikarúrslit og úrslit um Íslandsmeistaratitilinn sama tímabil. Frábær varnarmaður og þar þvældist hæðin ekkert fyrir honum. Leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði. Spilaði alltaf fyrir liðið. Gaupi Í millitíðinni varð hann meðal annars bikarmeistari með Val 2009 og lyfti Fylki í hæstu hæðir sem félagið hefur náð í handbolta karla. Þegar Heimir var jafnvígur á vörn og sókn gastu nokkurn veginn sett hann með nokkrum góðum leikmönnum og liðið hans var undantekningarlaust í efri hlutanum. Og þegar hann var uppi á sitt besta var hann sennilega verðmætasti leikmaður deildarinnar. Það var svo viðeigandi að Heimir skyldi ljúka ferlinum í gulu og bláu treyjunni, vel gamall en samt aðalmaðurinn í vörn KA á fyrsta tímabili liðsins í efstu deild undir eigin merkjum í tólf ár. 16. Elías Már Halldórsson grafík/hjalti Haukar hafa verið afar klókir alla þessa öld að finna rétta leikmenn í réttar stöður á réttum tíma. Einn þeirra er Elías Már Halldórsson sem kom til liðsins 2007. Hann var þá þekkt stærð í efstu deild og hafði meðal annars orðið bikarmeistari með HK og Stjörnunni. En Ásvellir voru draumahúsið hans. Elías hafði spilaði með Haukum síðustu sjö og hálfa tímabilið sem hann spilaði á Íslandi. Og á þessum sjö og hálfu tímabilum vann hann tólf stóra titla. Hann mokveiddi í smugunni í Hafnarfirði. Elías Már Halldórsson er einn sigursælasti handboltamaður Íslandssögunnar.vísir/vilhelm Elías átti stóran þátt í velgengni Hauka, fyrst sem hornamaður og svo sem skytta. Hann aðlagaðist skyttustöðunni frábærlega þrátt fyrir að vera ekki með sentímetrana með sér í liði. Elías bætti skortinn á því sviði upp með góðri skottækni og leikskilningi. Hafði magnaða eiginleika, ekki bara sem hornamaður heldur gat leyst stöðu hægri skyttu og gerði það afburða vel. Gaupi Elías lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2016-17, þá búinn að vinna allt sem hægt er að vinna á Íslandi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum. Og hann lagði helling til allra þessara meistaraliða.
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti