„Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 11:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Arnar Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, fagnar nýjustu viðbót Hafnfirðinga við hópinn. Kjartan Henry Finnbogason samdi við liðið í gær. „Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla KR Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla KR Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira