Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-100 | Keflvíkingar í bikarúrslit Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2023 21:44 Keflavík er á leið í bikarúrslit eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll. Keflavík náði fljótt góðum tökum á leiknum. Um miðbik fyrsta leikhluta var munurinn orðinn níu stig og eftir það litu Keflvíkingar aldrei til baka. Ungt lið Stjörnunnar - meðalaldurinn á byrjunarliði þeirra var 18,4 ár - var ekki alveg tilbúið í stóra sviðið í þessum leik, allavega framan af, en margir leikmenn liðsins sýndu að þær eru svo sannarlega á góðri leið með að verða það. Ísold Sævarsdóttir, sem er 15 ára gömul, sýndi til dæmis flotta takta í fyrri hálfleiknum og gerði ellefu stig. Vísir/Hulda Margrét Keflavík leiddi með 24 stigum þegar gengið var til búningsklefa. Endurkoman var aldrei í kortunum en Stjarnan hélt áfram að berjast. Þegar í fjórða leikhlutann var komið þá var munurinn 30 stig, en Stjörnunni tókst að vinna lokaleikhlutann með þremur stigum. Diljá Ögn Lárusdóttir, sem hefur farið á kostum með Stjörnunni í 1. deildinni, gerði flautukörfu undir lokin og tryggði það að Stjarnan vann fjórða leikhlutann með þremur stigum. Keflavík, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, vann að lokum með 27 stigum og þær fara í úrslitaleikinn á laugardaginn. Ungir leikmenn Stjörnunnar geta notað þennan leik sem verðmæta reynslu fyrir framtíðina. Þær höfðu gaman að og gáfu allt sem þær áttu í verkefnið. Keflavík er tilbúið núna til að spila til úrslita. Eftir nokkur ár verður Stjarnan það mögulega líka. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Eru með miklu betra lið akkúrat núna. Þær eru reyndari og betri. Þær vita hvernig á að vinna þegar leikirnir eru svona stórir. Stjarnan mætti ofjörlum sínum í dag, það er bara þannig. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen fór algjörlega hamförum. Hún átti magnaðan leik og var næstum því búin að skora þrefalda tvennu í fyrri hálfleiknum; hún var einni stoðsendingu frá því að gera það. Að lokum endaði hún með 25 stig, 19 fráköst og tólf stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir gerði 19 stig fyrir Keflavík og þá gerði Anna Ingunn Svansdóttir 17 stig. Hjá Stjörnunni gerði Diljá Ögn 23 stig og var Ísold næst með 16 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan var á löngum köflum að gefa Keflavík alltof auðveld stig þar sem þær voru að skila sér illa til baka. Stjörnunni gekk illa að stoppa Wallen og stóra leikmenn Keflavíkur. Stjarnan tapaði þá boltanum 27 sinnum í leiknum sem er alltof mikið. Hvað næst? Það eru bikarúrslit framundan á laugardaginn. Allir í höllina þegar Haukar og Keflavík, tvö af bestu liðum landsins, eigast við. „Ég hef verið á Íslandi í þrjú ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta“ Daniela Wallen fór á kostum í liði Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Daniela Wallen fór á kostum í liði Keflavíkur í leiknum og var hún auðvitað sátt að leikslokum. „Við vorum tilbúnar frá fyrstu mínútu. Við vitum að Stjarnan er í næst efstu deild, en þær eru gott lið og við sýndum þeim virðingu. Við náðum í sigurinn og erum tilbúnar í úrslitaleikinn.“ Stjarnan er á toppnum í 1. deild og hafði unnið alla leiki sína á tímabilinu fyrir þennan leik. Þær voru ekki auðveldur andstæðingur. „Þær spila af mikilli ákefð og eru snöggar. Þær eru mjög gott lið. Við urðum að halda einbeitingu allan tímann, spila vörn og okkar kerfi. Við urðum að spila góðan leik til að vinna.“ Wallen var með þrefalda tvennu, hún átti stórleik; skoraði 25 stig, tók 19 fráköst og átti tólf stoðsendingar. „Já, ég er mjög ánægð með það. Ég næ ekki svona tölfræði oft. Ég er stolt af sjálfri mér og liðsfélögum mínum.“ Hún var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í hálfleiknum og byrjaði seinni hálfleikinn á að finna liðsfélaga sinn sem kom boltanum í körfuna. „Ég vissi það ekki en mér var sagt það eftir á. Mér líður vel.“ Hvernig metur hún möguleikana gegn Haukum? „Þær eru sterkt lið. Við höfum mætt þeim í Subway-deildinni og vitum hvers megnugar þær eru. Við þurfum að mæta og vinna okkar vinnu. Ég hef verið á Íslandi í þrjú ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta, að komast í bikarúrslit. Ég er mjög spennt fyrir því sem koma skal.“ VÍS-bikarinn Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF
Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll. Keflavík náði fljótt góðum tökum á leiknum. Um miðbik fyrsta leikhluta var munurinn orðinn níu stig og eftir það litu Keflvíkingar aldrei til baka. Ungt lið Stjörnunnar - meðalaldurinn á byrjunarliði þeirra var 18,4 ár - var ekki alveg tilbúið í stóra sviðið í þessum leik, allavega framan af, en margir leikmenn liðsins sýndu að þær eru svo sannarlega á góðri leið með að verða það. Ísold Sævarsdóttir, sem er 15 ára gömul, sýndi til dæmis flotta takta í fyrri hálfleiknum og gerði ellefu stig. Vísir/Hulda Margrét Keflavík leiddi með 24 stigum þegar gengið var til búningsklefa. Endurkoman var aldrei í kortunum en Stjarnan hélt áfram að berjast. Þegar í fjórða leikhlutann var komið þá var munurinn 30 stig, en Stjörnunni tókst að vinna lokaleikhlutann með þremur stigum. Diljá Ögn Lárusdóttir, sem hefur farið á kostum með Stjörnunni í 1. deildinni, gerði flautukörfu undir lokin og tryggði það að Stjarnan vann fjórða leikhlutann með þremur stigum. Keflavík, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, vann að lokum með 27 stigum og þær fara í úrslitaleikinn á laugardaginn. Ungir leikmenn Stjörnunnar geta notað þennan leik sem verðmæta reynslu fyrir framtíðina. Þær höfðu gaman að og gáfu allt sem þær áttu í verkefnið. Keflavík er tilbúið núna til að spila til úrslita. Eftir nokkur ár verður Stjarnan það mögulega líka. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Eru með miklu betra lið akkúrat núna. Þær eru reyndari og betri. Þær vita hvernig á að vinna þegar leikirnir eru svona stórir. Stjarnan mætti ofjörlum sínum í dag, það er bara þannig. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen fór algjörlega hamförum. Hún átti magnaðan leik og var næstum því búin að skora þrefalda tvennu í fyrri hálfleiknum; hún var einni stoðsendingu frá því að gera það. Að lokum endaði hún með 25 stig, 19 fráköst og tólf stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir gerði 19 stig fyrir Keflavík og þá gerði Anna Ingunn Svansdóttir 17 stig. Hjá Stjörnunni gerði Diljá Ögn 23 stig og var Ísold næst með 16 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan var á löngum köflum að gefa Keflavík alltof auðveld stig þar sem þær voru að skila sér illa til baka. Stjörnunni gekk illa að stoppa Wallen og stóra leikmenn Keflavíkur. Stjarnan tapaði þá boltanum 27 sinnum í leiknum sem er alltof mikið. Hvað næst? Það eru bikarúrslit framundan á laugardaginn. Allir í höllina þegar Haukar og Keflavík, tvö af bestu liðum landsins, eigast við. „Ég hef verið á Íslandi í þrjú ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta“ Daniela Wallen fór á kostum í liði Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Daniela Wallen fór á kostum í liði Keflavíkur í leiknum og var hún auðvitað sátt að leikslokum. „Við vorum tilbúnar frá fyrstu mínútu. Við vitum að Stjarnan er í næst efstu deild, en þær eru gott lið og við sýndum þeim virðingu. Við náðum í sigurinn og erum tilbúnar í úrslitaleikinn.“ Stjarnan er á toppnum í 1. deild og hafði unnið alla leiki sína á tímabilinu fyrir þennan leik. Þær voru ekki auðveldur andstæðingur. „Þær spila af mikilli ákefð og eru snöggar. Þær eru mjög gott lið. Við urðum að halda einbeitingu allan tímann, spila vörn og okkar kerfi. Við urðum að spila góðan leik til að vinna.“ Wallen var með þrefalda tvennu, hún átti stórleik; skoraði 25 stig, tók 19 fráköst og átti tólf stoðsendingar. „Já, ég er mjög ánægð með það. Ég næ ekki svona tölfræði oft. Ég er stolt af sjálfri mér og liðsfélögum mínum.“ Hún var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í hálfleiknum og byrjaði seinni hálfleikinn á að finna liðsfélaga sinn sem kom boltanum í körfuna. „Ég vissi það ekki en mér var sagt það eftir á. Mér líður vel.“ Hvernig metur hún möguleikana gegn Haukum? „Þær eru sterkt lið. Við höfum mætt þeim í Subway-deildinni og vitum hvers megnugar þær eru. Við þurfum að mæta og vinna okkar vinnu. Ég hef verið á Íslandi í þrjú ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta, að komast í bikarúrslit. Ég er mjög spennt fyrir því sem koma skal.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti