Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verðum við með puttann á púlsinum í Karphúsinu og greinum frá niðurstöðum fundar Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins en svo gæti farið að boðað verði til verkfalls að loknum þeim fundi. 

Þá fjöllum við um söluna á Íslandsbanka en Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum.

Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu og við heyrum í verjanda í málinu.

Einnig fjöllum við um Verslunarskóla Íslands en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti í gærkvöldi athygli á glæru úr kennslustund í skólanum þar sem hann er settur á stall með Adolf Hitler og Benito Mussolini.

Að neðan má svo fylgjast með beinni útsendingu frá Karphúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×