Hvað verða margar á bílprófsaldri í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 14:30 Auður Ólafsdóttir kemur hér skilboðum til sinna ungu stelpna í leik í 1. deild kvenna í vetur. Instagram/@stjarnankarfa Kvennalið Stjörnunnar hefur farið á kostum í 1. deild kvenna og VÍS-bikarnum í körfubolta í vetur en í kvöld fær þetta unga og skemmtilega lið risastórt próf. Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira