Hvað verða margar á bílprófsaldri í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 14:30 Auður Ólafsdóttir kemur hér skilboðum til sinna ungu stelpna í leik í 1. deild kvenna í vetur. Instagram/@stjarnankarfa Kvennalið Stjörnunnar hefur farið á kostum í 1. deild kvenna og VÍS-bikarnum í körfubolta í vetur en í kvöld fær þetta unga og skemmtilega lið risastórt próf. Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira
Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira