„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 13:01 Allir eru heilir hvað kórónuveiruna varðar en næsta próf eftir riðlakeppnina hangir yfir liðinu sem er illa brennt eftir fjölmörg smit á EM fyrir ári síðan. Getty Images Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira